> Ég legg hins vegar til að við setjum í forgang þa verkefni að reyna að fjölga virkum notendum. Ég velti því
> sérstaklega fyrir mér hvort snðugt sé að reyna að höfða til framhaldsskólanema eða háskólanema þar sem þeir eru
> hvorteðer allan daginn á netinu. Þá tel ég að það þurfi að taka allar stoðsíður í mjög kerfisbundna endurhönnun
> með það fyrir augum að einfalda mjög ímynd þess að bæta við efni á WP. Við ættum jafnvel að skoða það að búa til
> kennslumyndbönd "Hvernig á að skrifa stubb?" á Youtube, með sögumanni og allt.
>
> Hvernig líst ykkur á það?

Mér líst mjög vel á það að höfða til framhaldskólanema og háskólanema. Ég ætla að nefna tvær pælingar tengt því.

1. Á wikiheimild væri hægt að setja upp námskeið fyrir framhaldskóla og/eða háskólanema, þar sem þeir villulesa bækur í almenningi sem þeir eru að læra um. Á Wikiheimild er kerfi sem tekur við ljóslesnum skrám sem þarf síðan að villulesa. Ég trúi því að þetta sé námskeið sem bæði wikiheimild og nemendur græði á. Wikiheimild myndi fá villulesna bók og nemendurnir myndu væntanlega bæði læra um námsefnið með því að villulesa bókina, plús það að þegar ferlið er búið væri bókin til á rafbókarformi.

2. Þegar kemur að kennslumyndböndum myndi ég frekar vilja fá þau á commons. Þar getum við notað kennslumyndböndin ekki bara á hjálparsíðum heldur líka bent notendum á þau á spjallsíðum. Þar að auki eru nokkrar rannsóknir (þar á meðal ein sem var gerð við endurgerð hjálpar efnisyfirlitsins á en.wikipedia - http://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Help_Project/Usability_Testing_1) sem sýna að ef það er myndband á hjálparsíðu, þá horfa frekar notendurnir á það, frekar en að lesa textann á síðunni. Sem dæmi um youtube myndband um wikimedia vefi vill ég nefna röð af kennslumyndböndum frá Salvör á youtube, undir heitinu "Glerblástur wikibók" og http://www.youtube.com/watch?v=EdjYg4wmpLs. Ég myndi ekki vera hissa ef einhver væri að heyra af þeim núna í fyrsta skipti.

Kveðja,
Snaevar